Mannvænt kaffi

Mannvænt kaffi

Kex Hostel

15. febrúar 2024

Við bjóðum öll áhugasöm hjartanlega velkomin í óformlegt spjall um mikilvægi siðferðis í tæknigeiranum. Mannvænt kaffi er fyrsta skrefið okkar í átt að því að byggja upp samfélag einstaklinga sem vilja sjá tækni þróast á ábyrgan hátt, með áherslu á velferð fólks og umhverfis.

Samtök um mannvæna tækni eru nýstofnuð samtök sem leggja áherslu á að móta og nýta tækni á siðferðislegan hátt, með það fyrir augum að setja velferð notenda, náttúru og samfélags í heild í forgang fram yfir einkahagsmuni og skammtímaávinning.

Viltu vera með?

Skráðu þig hér að neðan og við sendum þér nánari upplýsingar um starfið og látum þig vita af næstu viðburðum.